Kosningar

Þarr sem ég sat í bílnum mínum og sniglaðist áfram (venga þessarra 10 snjókorna sem hafa fallið hér í Reykjavík) í dag kveikti ég á útvarpinu og hlustaði á fréttir. Þulurinn var ekki búin að upplýsa mig mikið um gang landsmálanna þegar hugurinn hvarflaði í burtu og ég fór að spá í hvað það væri nú gott ef það væru alltaf að koma kosningar. Þá þyrfti enginn háskóli að búa við fjárskort, öryrkjar hér og þar lifðu í vellistingum (þar sem það væri löngu búið að leiðrétta kjör þeirra og gsm samband væri ofaní hverri holu, já og ætli það væri bara nokkur skattur lengur þar sem hann væri jú alltaf lækkaður talsvert nokkrum vikum fyrir hverjar kosningar….En svona að alvöru málsins það er alveg ótrúlegt hvað það er allt í einu hægt að gera margt þegar líður að kosningum. Efnisflokkar sem fram að síðustu mánuðum hafa verið skotnir í kaf eru allt í einu orðnir smámál sem er minnsta mál að redda og allt í einu er eins og allir hafi ótakmarkað fé á milli handanna…. Satt að segja er ég að hugsa um að fara í framboð og hafa bara eitt mál á stefnuskrá… “Kosningar að minnsta kosti tvisvar á ári”!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband