Púff....

Hvílík endaleysa í kringum þessa vísindakirkju. Verð að viðurkenna að ég er ekki heilluð ennþá af því sem ég hef heyrt um hana. Konur eiga að fæða börn sín í þögn (je ræt... skildu það vera karlmenn sem fundu upp á því) þú þarft að borga til að komast áfram í stigunum sem trúin skiptist upp í (a ha reyndar er það nú í takt við allar nútíma áherslur... áfram penge) og svo framvegis. Held satt að segja að það væri næstum til bóta ef Cruse væri skilgreindur sem Guð... Hann myndi þá kannski hafa nóg að gera í Guðabissnesinum þannig að við þyrftum ekki að horfa á hann í bíó myndum lengur...
mbl.is Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnólfsson

Var sjálfur dreginn inn hjá Ron Hubbert í Los Angeles þegar ég bjó í Ameríku og verð að segja það að þetta safn hjá honum er ekki upp á marga fiska.  Var að ganga þarna á einni götunni þegar kona vatt sér upp að mér og sagði að ég yrði að skoða sýningu sem að þessi maður væri með, sem að ég hafði ekki hugmynd um hver væri, og að það væri frítt inn á hana, þegar við vorum kominn svona hálfa leið í gegnum sýninguna þá sagði hún að það væri að sjálfsögðu tekið við frjálsum framlögum ef fólk vildi.  Hef aldrei séð aðra eins vitleysu en eitthvað verður þetta fólk að trúa á ef að það hefur ekki sjálfsálit og þá taka svona vitleysingar sig til og kúga það.

Bjarni Gunnólfsson, 23.1.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband