29.1.2007 | 18:12
Kannski...
O jæja kannski er LOKSINS eitthvað farið að þokast í þessum málum. Þessi ofuráhersla á að vera grannur er gjörsamlega farin út í öfga og það fyrir lifandis löngu... Ég meina samkvæmt BMI stuðli er óheilbrigt fyrir konur að vera undir 18,5 og þegar stjórnendur tískuvikunnar á Spáni ákváðu að neita fyrirsætum sem voru með lægri stuðul en 18 (takið eftir engu að síður 0,5 lægri en telst heilbrigt) þá kom hver tískufrömuðurinn á fætur öðrum og fordæmdi Spánverjana og sagði að ef þeir vildu endilega nota FEITAR fyrisætur þá væri það þeirra mál en það ætti ekki að neyða aðra til þess....
FEITAR FYRIRSÆTUR sem engu að síður máttu vera 0,5 undir heilbrigðismörkunum... púff spáið í þetta hversu firrtur er hægt að vera. Og svo eru þetta ímyndinar sem ungar stúlkur horfa á og bera sig saman við... Nei bíðið þetta er víst ekki alveg rétt hjá mér... þær bera sig saman við þessar konur EFTIR að það er búið að "fótósjoppa" myndirnar af þeim í strimla... VÁ VÁ VÁ skrítið að ungar stúlkur séu óánægðar með útlitið ekki satt???
Og fyrst ég er nú komin á flug, finnst engum nema mér leiðinlegt að sjá aldrei svo mikið sem eina hrukku (sérstaklega á konum) í sjónvarpinu (þó svo að fólk sé kannski orðið 70 ára eða eldra) það eru flestir (vil ekki segja allir og staðhæfa) orðnir svo strektir að það er ekki nokkur möguleiki á að sjá broshrukku eða bara nokkur merki um að einstaklingurinn sé að eldast eðlilega... Púff húff og snúff... orðin frekar pirruð!
![]() |
Topshop vill ekki ofurgrannar fyrirsætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.