17.3.2007 | 23:40
Til hamingju Ágúst
Get ekki lýst því hvað ég var ánægð að sjá þessa frétt og eins og svo margir aðrir þá var það fyrsta sem mér datt í hug.... Til hamingju Ágúst... hvað annað er hægt að segja. Þú hefur haldið ótrauður áfram, ekki gefist upp og náð þínu í gegn.
Það vill hins vegar svoleiðis til að ég veit varla hver Ágúst er og myndi satt að segja alls ekki vita það nema út af þessu máli. Það er nefnilega þannig að ef þú ert ein/einn af þeim sem hefur orðið fyrir misnotkun (og það eru ansi margir sem falla í þann hóp því miður) þá gerist það ósjálfrátt að eyrun sperrast þegar um þessi mál er fjallað. Og satt að segja þá finnst manni nóg að sönnunarbyrgðin sé svo erfið að aðeins hluti af málunum sleppi í gegn í beina ákæru og að dómarnir sem afbrotamennirnir fái séu afar stuttir (svo ekki sé sterkara til orða tekið) þó að ekki bætist við að eftir ákveðin tíma þá bara fyrnist málið....
SVO ENN OG AFTUR TIL HAMINGJU EKKI BARA ÁGÚST HELDUR VIÐ ÖLL, ÞETTA ER ÁN EFA SKREF Í ÁTT AÐ AUKNU RÉTTLÆTI
![]() |
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.